top of page

Ljónavarpið #007: KR-ingarnir og félagsfræðingurinn

  • Writer: Ljón
    Ljón
  • May 30, 2019
  • 1 min read

Loksins er nýtt Ljónavarp komið á allar helstu veitur og hér á síðuna. Í þetta sinn fengum við í spjall KR-ingana þrjá í liðinu og í stuðningsmannaspjallið kom hann Egill Þór sem skrifaði lokaritgerð í félagsfræði um sumarið 2014 þegar Davíð Snorri og Freyr leiddu Leiknisliðið í fyrsta sinn uppúr 1.deild.


 

Gyrðir, Hjalti, Snorri og NÝKLIPPTUR Stefán Árni

Hlustaðu hér eða á Spotify


Þeir Gyrðir, Hjalti og Stefán Árni hafa allir spilað stóra rullu í byrjun tímabilsins og því var gaman að fá þá í heimsókn að ræða upplifun þeirra af tímabilinu hingað til og margt annað skemmtilegt. Að sama skapi var gaman að ræða við Egil Þór, fæddan og uppalinn Leiknismann um það hvernig hægt er að stilla hausinn þannig að gífurlegur árangur næst á fótboltavellinum og hvernig gæti verið hægt að ná meiri árangri utan hans.


Smellið ykkur á þetta og að venju tökum við á móti gagnrýni og tillögum í gegnum alla venjulegu miðlana og ljonavarp@gmail.com

Commentaires


bottom of page