Nýjasti þáttur af Ljónavarpinu er kominn í loftið á öllum helstu hlaðvarpsveitum og einnig hér á síðunni fyrir þá sem kunna ekki á hitt.
Nacho Heras, hinn feykisterki varnarmaður Leiknis, kom í gott spjall um æskuna og uppeldið í röðum stórliða Madrídarborgar, meiðslin, stemninguna í hópnum og hvað heillar hann við Ísland. Við náðum líka að plata hann í að gefa sína sýn á fyrsta þriðjung tímabilsins hjá Leikni en á 56. mínútu er hægt að finna spjall okkar Ósa Kóngs um einmitt það.
Endilega hlustið, deilið, lækið og skjótið að sjálfsögðu öllum ábendingum eða því sem þið eruð ósammála að okkur. Það er gott að tala.
Comentários