Rétt í þessu flaug í loftið hliðarvarpið Stúkuspjall. Þetta eru í raun vangaveltur og spjall okkar félaganna stúkunni á meðan við horfðum á leikinn gegn HK í gærmorgun. Hannes Axelsson, Árni Þór og Snorri ræddu ýmislegt sem hefur borið á daga félagsins upp á síðkastið.
Það eru auðvitað umhverfislæti og engin ákveðin dagskrá en vonandi fá þeir sem komast ekki á völlinn smá tilfinninguna eins og þeir hafi verið á staðnum og tekið þátt í slúðrinu, tuðinu og gagnrýninni sem fer yfirleitt fram í stúkunni.
Að venju er hægt að nálgast efnið á Spotify, öllum helstu hlaðvarpsveitum nú eða bara hér á síðunni okkar.
Comments